Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra mun funda með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði um framtíð St. Jósefsspítala. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á alþingi í dag. Ögmundur mun jafnframt funda með hollvinasamtökum spítalans í dag. Það sé forgangsverkefni að eyða óvissunni sem fyrst.
Ögmundur segist vilja auka samráð. Hann hafi þá pólitísku sýn að fara vel með skattfé og auka jöfnuð.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurninni um St. Jósefsspítala til heilbrigðisráðherra.