Vöruverð á að lækka

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Neyt­enda­sam­tök­in krefjast þess að vöru­verð lækki í sam­ræmi við styrk­ingu ís­lensku krón­unn­ar. Allt annað sé óá­sætt­an­legt fyr­ir neyt­end­ur.

Neyt­enda­sam­tök­in fjalla um styrk­ingu krón­unn­ar á vefsíðu sinni og benda á að frá 21. janú­ar sl. til dags­ins í dag hafi helstu er­lendu gjald­miðlar lækkað í verði um 6,5-13,9% gagn­vart ís­lensku krón­unni. Mest var lækk­un­in á tíma­bil­inu 21. janú­ar til 29. janú­ar.

Sam­tök­in segja enn­frem­ur að inn­flytj­end­ur hafi hækkað verð á vör­um sín­um reglu­bundið miðað við veik­ingu ís­lensku krón­unn­ar. Einnig hafi inn­lend­ir fram­leiðend­ur rétt­lætt hækk­an­ir með veik­ingu krón­unn­ar sem hafi áhrif á hrá­efn­is­verð.

Neyt­enda­sam­tök­in hafa ít­rekað kraf­ist þess að inn­flytj­end­ur og fram­leiðend­ur hafi sam­ræmi í vinnu­brögðum sín­um. Því krefjast Neyt­enda­sam­tök­in þess að vöru­verð lækki í sam­ræmi við styrk­ingu ís­lensku krón­unn­ar.

Heimasíða Neyt­enda­sam­tak­anna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert