Ástrali meðal fjárfesta sem halda áfram

mbl.is/Jim Smart

Ástralinn Steve Cosser, Óskar Magnússon, Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson og Almenningshlutafélag um rekstur Morgunblaðsins eru fjárfestarnir sem boðið hefur verið að halda áfram í söluferli Fyrirtækjaráðgjafar Nýja Glitnis á hlutafé í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Óskar Magnússon fer fyrir hópi fjárfesta sem hann vill ekki nefna að svo stöddu.

„Við erum að fara í áreiðanleikakönnun næstu daga og fáum þá frekari upplýsingar og gögn. Þá verður tekin endanleg afstaða til þess hvort við gerum bindandi tilboð,“ segir Óskar sem segir hópinn hafa lýst formlega áhuga á kaupunum fyrir áramót.

„Þegar ekkert gerðist hvöttum við til þess að þetta yrði auglýst eins og gert hefur verið,“ bætir Óskar við.

Steve Cosser óttast ekki keppinautana. „Við fáum þetta þar sem við bjóðum best. Það er ekki spurning,“ segir hann.

ingibjorg@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert