Blæs á tal um pólitískar hreinsanir

Enn var óljóst um viðbrögð bankastjóra Seðlabankans við beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur um að þeir semji um starfslok. Einn bankastjóri Seðlabankans hafði samband við forsætisráðuneytið í gær þegar sá frestur sem bankastjórum Seðlabankans hafði verið gefinn var að renna út. Hann bað um frest þar sem þeir þyrftu að ráða ráðum sínum en Davíð Oddsson væri nýkominn til landsins.  

Jóhanna segir að ef bankastjórarnir kjósi að verða ekki við þessu verði næstu skref í málinu skoðuð. Hún mælti fyrir seðlabankafrumvarpinu í dag. Hún segir að það hafi verið eðlilegt að tilkynna bankastjórunum um áform ríkisstjórnarinnar og gefa þeim kost á því að hætta sjálfir svo hægt sé að endurskipuleggja Seðlabankann með eðlilegum hætti. Hún hafi þó ekkert þurft að gera það neitt frekar. Þeir viti hver vilji þjóðarinnar er og mannabreytingar skipti verulegu máli.

Jóhanna segir hörð viðbrögð Sjálfstæðismanna óeðlileg í ljósi þess að það hafi legið fyrir í marga mánuði að þetta væri vilji Samfylkingarinnar og ljóst hafi verið að ekkert traust hafi verið á eftirlitsstofnunum.

Og hún segist blása á ásakanir sjálfstæðismanna um pólitískar hreinsanir. Sjálfstæðismenn hafi ekki verið tilbúnir til að ganga til þessa nauðsynjaverks sem sé bara fyrsta skrefið í þeirri endurreisn sem þurfi að fara fram.  

Sjá MBL Sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka