Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, bankastjórar Seðlabanka Íslands, svöruðu síðdegis bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra sem fór í vikunni fram á að allir þrír bankastjórar Seðlabankans semdu um starfslok.
Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður forsætisráðherra sagði að bréf frá Eiríki og Ingimundi hefði borist undir kvöld en ekkert bólaði á bréfi frá Davíð Oddssyni.
Hrannar segir að forsætisráðherra muni íhuga málið í kvöld en ekki fékkst uppgefið hvað í svari bankastjóranna fólst.