Fara í mál verði leyfi til hvalveiða afturkallað

mbl.is

„Ef þetta verður afturkallað liggur beint við að við förum í mál við ríkið, það liggur á borðinu,“ segir Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður á Ísafirði, í samtali við BB. Konráð vísar þar til yfirlýsinga Steingríms J. Sigfússonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um endurskoðun leyfis til hvalveiða.

Konráð sótti opinn fund um hvalveiðar sem haldinn var á Akranesi í gærkvöld fyrir fullu húsi. Þar voru m.a. mættir þingmenn kjördæmisins, fyrrverandi og núverandi sjávarútvegsráðherrar, hagsmunaaðilar úr sjávarútvegi og almennt launafólk.

„Hann mætti þarna fullu húsi af fólki sem styður hvalveiðar. Hann hlýtur að hugsa sig um eftir þennan fund. Þetta er maður fólksins og lýðræðisins og 80% landsmanna vill hefja hvalveiðar. Hann hlýtur að taka tillit til þess,“ segir Konráð.

Umfjöllun BB

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka