Finnar lána Íslendingum

Reuters

Finnsk stjórn­völd til­kynntu í dag að þau myndu veita Íslandi 350 millj­óna evra gjald­eyr­is­lán, jafn­v­irði 51 millj­arðs króna, í tengsl­um við sam­komu­lag Íslands og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Finn­ar ætla einnig að lána Lett­um sömu upp­hæð. Þetta var ákveðið þegar gerðar voru til­lög­ur um fjár­auka­lög fyr­ir yf­ir­stand­andi ár, að sögn blaðsins Hels­ing­in Sanom­at.

Að sögn blaðsins er lánið hluti af sam­tals 2,5 millj­arða evra láni, sem Norður­lönd­in fjög­ur, Svíþjóð, Finn­land, Dan­mörk og Nor­eg­ur samþykktu að veita Íslandi og kæmi til viðbót­ar láni frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Sví­ar hafa þegar staðfest að þeir muni lána Íslandi allt að 6,5 millj­arða sænskra króna, jafn­v­irði um 90 millj­arða ís­lenskra króna.

Norður­lönd­in, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn, Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóðabank­inn hafa einnig samþykkt að veita Lett­landi 1,8 millj­arða evra gjald­eyr­is­lán vegna efna­hagserfiðleika þar í landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert