Framlengja bílasamninga um allt að átta mánuði

SP Fjármögnun býður viðskiptavinum nýtt úrræði vegna hækkunar gengistryggðra bílasamninga. Samningurinn er lengdur um allt að átta mánuði en mánaðarleg greiðsla verður þá 25% hærri en upphafleg afborgun. Haraldur Ólafsson, forstöðumaður þjónustusviðs, bendir á að viðskiptavinurinn greiði svipaða fjárhæð og ef lánið hefði verið veitt í íslenskum krónum.

Vegna falls íslensku krónunnar fyrr í vetur hækkuðu mjög gengistryggð lán sem bifreiðakaupendur tóku hjá fjármögnunarfyrirtækjunum. Þau komu til móts við fólk með því að bjóða frystingu höfuðstóls í 3 til 4 mánuði þannig að aðeins yrðu greiddir vextir. Yfir 20 þúsund bifreiðakaupendur nýttu sér það. Nú eru fyrstu afborganirnar eftir frystingu á nálgast og tvöfaldast gjarnan afborgunin. Avant hefur tilkynnt að það bjóði frystingu í 2-4 mánuði til viðbótar og Lýsing gefur sínum viðskiptavinum kost á að fresta 25% af greiðslum sínum, í stað 50% fyrstu mánuðina.

Haraldur Ólafsson segir að þar sem gengið sé ennþá óhagstætt vilji SP Fjármögnun gefa fólki kost á að lengja lánin um allt að átta mánaði. Mánaðarlegar greiðslur verði fjórðungi hærri en upphaflegar afborganir. Þannig sé komið til móts við viðskiptavinina en þeir byrji þó aftur að greiða samningana niður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert