„Ísland hefur lagt að baki 40 km af maraþonhlaupinu en Balkanríkin eru aðeins hálfnuð. Lokaspretturinn verður líklega auðveldaðri fyrir það en nokkurt ríkjanna á Balkanskaga.“
Tímaritið EUBusiness hefur þetta eftir Olli Rehn, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, sem leggur áherslu á að Ísland sé rótgróið, evrópskt lýðræðisríki, eitt það elsta í Evrópu, og uppfylli allar lýðræðislegar kröfur um aðild að ESB. Þá sé það búið að uppfylla tvo þriðju af hinni sameiginlegu, evrópsku löggjöf.