Kaupfélag Héraðsbúa í þrot

mbl.is/Austurglugginn

Rekst­ur Kaup­fé­lags Héraðsbúa er kom­inn í þrot og blas­ir lok­un við. Sam­kaup hef­ur lýst yfir vilja til að kaupa versl­un­ar­rekst­ur kaup­fé­lags­ins, sam­kvæmt heim­ild­um Aust­ur­glugg­ans. Þá mun N1vilja kaupa hraðbúð og sölu­skála kaup­fé­lags­ins á Eg­ils­stöðum. Skuld­ir kaup­fé­lags­ins nema hátt í tveim­ur millj­örðum króna.

Í Aust­ur­glugg­an­um seg­ir að kaup Sam­kaupa á versl­un­ar­rekstri séu ákveðnum skil­yrðum háð. Það hvort kaup­fé­lagið kemst hjá greiðslu­stöðvun eða jafn­vel gjaldþroti stend­ur og fell­ur með því að gengið verði frá þess­um samn­ing­um.

Jón Júlí­us­son, vara­formaður stjórn­ar KHB seg­ir í sam­tali við Aust­ur­glugg­ann að staðan sé mjög sár.

„Við von­um að samn­ing­ar gangi eft­ir og þá er mikið unnið. Auðvitað er vont að missa for­ræðið og stjórn yfir versl­un­ar­rekstr­in­um á Aust­ur­landi en mik­il­vægt að störf­in hald­ist.“

Þingað var með starfs­fólki KHB á Eg­ils­stöðum í gær og því gerð grein fyr­ir stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. Við aðra starfs­menn hafði ekki verið rætt að sögn Aust­ur­glugg­ans.

Kaup­fé­lag Héraðsbúa var stofnað fyr­ir hundrað árum og starfa vel á annað hundruð manns hjá því. KHB er um­fangs­mesta versl­un­ar­fyr­ir­tæki á Aust­ur­landi. Það starf­ræk­ir sjö dag­vöru­versl­an­ir, tvær hraðbúðir og sölu­skála. Fé­lagið er með starf­semi í átta byggðarlög­um á Aust­ur­landi og um 150 manns starfa hjá KHB að staðaldri.

Sjá nán­ari um­fjöll­un Aust­ur­glugg­ans

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert