Lækkun stýrivaxta í 8% gæti tryggt 7000 störf

mbl.is

Lækkun stýrivaxta í 8% gæti að mati Samtaka atvinnulífsins, SA, hugsanlega tryggt 7.000 fleiri störf á Íslandi á næsta ári en ella. Samtökin segja hraða lækkun vaxta mikilvægustu aðgerðina í atvinnumálum sem hægt er að grípa til á Íslandi. Ljóst sé að við núverandi vaxtastig verði engin atvinnusköpun þar sem vart finnist sú fjárfesting sem stendur undir því.

Í dag eru 13.688 manns atvinnulausir á Íslandi samkvæmt skráningu á vef Vinnumálastofnunar. Og atvinnulausum fjölgar ört. Samtök atvinnulífsins segja það óeðlilegt ástand að búa við 18% stýrivexti en vegna hins háa vaxtastigs verði engin ný störf til og störfum fækki jafnframt óðfluga.

Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert