Notkun á mbl.is eykst

Notk­un á vefn­um mbl.is fer enn vax­andi og sam­kvæmt nýrri  fjöl­miðla­könn­un Capacent fóru 61,9% þeirra, sem tóku þátt í könn­un­inni, inn á vef­inn á hverj­um degi. 80% þeirra þátt­tak­enda heim­sóttu vef­inn í vik­unni, sem könn­un­in var gerð.

Mbl.is er nú eini net­miðill­inn, sem tek­ur þátt í fjöl­miðla­könn­un Capacent.

Í sams­kon­ar könn­un, sem gerð var í októ­ber, fóru 58,5% þátt­tak­enda inn á vef­inn dag­lega og 77,8% í könn­un­ar­vik­unni. Í könn­un sem gerð var þrem­ur mánuðum fyrr  fóru 52,9% þátt­tak­enda  dag­lega inn á vef­inn og  74,6% skoðuðu vef­inn í viðmiðun­ar­vik­unni.

Könn­un­in var gerð í gegn­um síma á tíma­bil­inu 1. nóv­em­ber til 31. janú­ar. Í úr­taki voru 4200 Íslend­ing­ar á aldr­in­um 12 til 80 ára.  End­an­legt úr­tak var 4046, fjöldi svara 2.444 og svar­hlut­fall 60,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert