Seðlabankastjórar svara Jóhönnu líklega í dag

Bankastjórn Seðlabankans, f.v. Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson.
Bankastjórn Seðlabankans, f.v. Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson. mbl.is/Golli

Svar frá banka­stjór­um Seðlabank­ans við beiðni Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra um að þeir víki barst ekki for­sæt­is­ráðuneyt­inu í gær eins og óskað hafði verið eft­ir.

„Við gerðum ráðuneyt­is­stjóra grein fyr­ir því,“ sagði Ei­rík­ur Guðna­son, einn banka­stjór­anna þriggja, í gær­kvöldi. Spurður hvenær þeir hygðust svara for­sæt­is­ráðherra sagði hann: „Það er frek­ar lík­legt að það ger­ist á morg­un.“

ingi­bjorg@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert