Sigmundur Ernir í pólitíkina

Fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur gengið til liðs við stjórnmálastéttina og  býður sig fram í annað sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.  Hann hefur aldrei verið flokksbundinn er reyndar ekki enn genginn í Samfylkinguna en ætlar að gera það á næstu dögum.

Sigmundur Ernir var að koma fra Akureyri þegar MBL sjónvarp hitti hann áðan þar sem hann var að kanna baklandið. Hann segir mikla kröfu um endurnýjun eftir búsáhaldabyltinguna og hann langi að hella sér út í pólitíkina og hjálpa til við endureisnarstarfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert