Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár

Ekki eru allir á eitt sáttir um það hvaða listform …
Ekki eru allir á eitt sáttir um það hvaða listform sé æðst eða áhrifamest. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Starfslaunum listamanna fyrir árið 2009 hefur nú verið úthlutað, samkvæmt fréttatilkynningu frá stjórn listamannalauna. Alls bárust 560 umsóknir en árið 2008 voru þær 514 talsins. Flestar voru umsóknirnar í Listastjóð, 179 talsina, þar af 51 umsókn frá leikhópum. Þá voru 177 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna og 163 í sjóð rithöfunda. 41 umsókn var í Tónskáldasjóð.

Sextíu rithöfundar fengu úthlutað starfslaunum. Stærstu styrkina, til þriggja ára hvern, hlutu Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Hallgrímur Helgason og Ólafur Haukur Símonarson.

35 myndlistarmenn hlutu starfslaun, þar af fjórir sem hlutu styrki til tveggja ára. Það voru þau Ásmundur Ásmundsson, Elín Hansdóttir, Libia Castro og Steinunn Bjarnadóttir Vasulka

Ellefu tónlistarmenn hlutu starfslaun úr Tónskáldasjóði. Einn til tveggja ára, Jón Anton Speight, annar til eins árs, Gunnar Þórðarson, en aðrir til skemmri tíma. Þá hlutu 28 einstaklingar starfslaun eða ferðastyrki úr Listasjóði, auk þess sem ellefu leikhópar fengu starfslaun úr honum, til þess að geta borgað einstökum listamönnum laun. Að lokum fengu þrettán listamenn sérstök framlög ef þeir voru á listamannalaunum áður fyrr og voru 60 ára eða eldri þegar núgildandi lög um listamannalaun tóku gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert