Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, bar sigur úr býtum í kosningum til Stúdentaráðs og háskólaþings Háskóla Íslands. Vaka fékk 2.342 atkvæði, eða 52,25% atkvæða. Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, fékk 2.140 atkvæði, eða 47,75%. Auðir og ógildir seðlar voru 144.
Vaka fær því 5 fulltrúa af þeim 9 sem í kjöri voru, en Röskva 4. Þar með snýst valdahlutfallið í ráðinu við. Röskva hefur verið í meirihluta undanfarin tvö ár, segir í tilkynningu frá kjörstjórn.
Háskólaþing:
Vaka fékk 2298 atkvæði eða 51,26%
Röskva fékk 2185 atkvæði eða 48,74%
Auðir og ógildir voru 142
Hvor fylking fær því 5 fulltrúa hvor á háskólaþing.
Á kjörskrá voru 13.679 stúdentar við Háskóla Íslands