Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðu á Alþingi um breytingu á lögum um Seðlabankann, að lagabreytingin væri viðbrögð við því, að yfirstjórn Seðlabankans hefði reynst ófær um að virða hagsmuni þjóðarinnar meira en eigin hagsmuni. 

Sagði Árni Páll, að lagabreytingin væri auðvitað viðbrögð við þeirri stöðu að yfirstjórn bankans, sem nú situr, hefði ekki risið undir því trausti, sem eðlilegt væri að gera til bankastjórnar Seðlabankans um að hún virði hagsmuni þjóðarinnar meira en eigin stundarhagsmuni. 

Ummæli Árna Páls voru andsvar við ræðu Birgis Ármannssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, sem gagnrýndi Seðlabankafrumvarpið harðlega, sagði það flausturslega unnið og þjóna pólitískum hagsmunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert