Harma innantóm loforð

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna harmar að loforð, um að slegin verði skjaldborg um heimilin, virðist reynast innantóm. Samtökin benda á að fólk sé nú að missa heimili sín, þrátt fyrir loforð nýrrar ríkisstjórnar um að skjaldborg verði slegið um heimilin.

Í yfirlýsingu stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna segir að enn berist fréttir um að fólk sé að missa heimili sín á nauðungaruppboði fyrir tilstilli ríkisbankanna. Samtökin vilja í því sambandi minna á loforð tveggja ríkisstjórna um stöðvun slíkra aðgerða og loforð nýrrar ríkisstjórnar um að slá skjaldborg um heimilin.

„Samtökin harma að þessi loforð virðast innantóm.  Jafnframt krefjast samtökin þess að stjórnvöld tryggi, að fólki verði gert kleyft að halda heimilum sínum á meðan verið er að vinna að varanlegri lausn mála.  Enda er það í fullu samræmi við verkefnaáætlun nýrrar ríkisstjórnar,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna.

Heimasíða Hagsmunasamtaka heimilanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert