Ingimundur baðst lausnar

Bankastjórn Seðlabanka Íslands.Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, formaður …
Bankastjórn Seðlabanka Íslands.Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar.

Ingi­mund­ur Friðriks­son, einn þriggja banka­stjóra Seðlabanka Íslands baðst í dag lausn­ar úr embætti. Ingi­mund­ur og Ei­rík­ur Guðna­son, svöruðu síðdeg­is bréfi Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra en hún fór í vik­unni fram á að all­ir þrír banka­stjór­ar Seðlabank­ans biðjist lausn­ar og semji um starfs­lok.

Ráðherra fór fram á að bréf­inu yrði svarað eigi síðar en 5. fe­brú­ar eða á fimmtu­dag en banka­stjór­arn­ir báðu um frest til föstu­dags, þar sem Davíð Odds­son, formaður banka­stjórn­ar var vænt­an­leg­ur til lands­ins á fimmtu­dags­kvöld.

Með bréfi sem Ingi­mund­ur Friðriks­son sendi for­sæt­is­ráðherra síðdeg­is í dag, biðst hann lausn­ar úr embætti frá og með næst­kom­andi mánu­degi og hef­ur ráðherra fall­ist á beiðnina.

Ekki feng­ust upp­lýs­ing­ar um inni­hald bréfs Ei­ríks Guðna­son­ar, að öðru leyti en því að hann baðst ekki lausn­ar úr embætti.

Ekk­ert svar hafði í  kvöld borist frá Davíð Odds­syni, for­manni banka­stjórn­ar Seðlabank­ans.

Taf­ir á svör­um banka­stjór­anna hafa vakið at­hygli er­lendra fjöl­miðla, En AP frétta­stof­an greindi frá því í gær, að banka­stjór­arn­ir virtu for­sæt­is­ráðherra Íslands að vett­ugi.

Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust úr for­sæt­is­ráðuneyt­inu í kvöld að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra myndi nú íhuga stöðu máls­ins og hvernig brugðist yrði við gagn­vart þeim Ei­ríki Guðna­syni og Davíð Odds­syni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka