Jóhanna þakklát Ingimundi

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Kristinn Ingvarsson

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að sér finnist það mjög virðingarvert af Ingimundi Friðrikssyni seðlabankastjóra að verða við ósk hennar um að biðjast lausnar.„Ég er honum mjög þakklát fyrir það að leggjast á sveif með stjórnvöldum og auðvelda okkur þessa endurskipulagningu. Eiríkur hefur sent bréf þar sem hann biðst ekki lausnar. Ég hef ekki fengið svar frá Davíð,“ sagði Jóhanna í dag.

Hún sagði að í ráðuneytinu væri verið að meta og skoða hver næstu skref yrðu í málinu. Innt eftir því hver þau gætu orðið út frá lagalegu sjónarmiði sagði Jóhanna: „Ég vil ekkert um það segja á þessu augnabliki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert