Samfylkingin heldur landsfund sinn í Smáranum í Kópavogi helgina 26. -29. mars. Það er sama helgi og landsfundur Sjálfstæðismanna fer fram.
Í dag stendur yfir Framtíðarþing og er því ætlað að marka upphafið á lokahnykk stefnumótunar sem ná mun hámarki á landsfundinum. Um 300 manns eru á Framtíðarþinginu sem lýkur um þrjúleytið í dag með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.