Öld testósterónsins lokið

Breska dag­blaðið The Times birt­ir í dag grein um efna­hagskrepp­una hér á landi und­ir fyr­ir­sögn­inni: Öld testó­steróns­ins lokið á Íslandi.

Í grein­inni seg­ir að Ísland, sem hafi gengið í gegn­um eld­gos og nátt­úru­ham­far­ir um ald­ir, megi nú þola svo mikl­ar ham­far­ir af manna­völd­um að kon­urn­ar séu að taka við völd­un­um.

Í grein­inni er meðal ann­ars fjallað um Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra og tekið fram að helm­ing­ur ráðherr­anna sé kon­ur, auk þess sem marg­ir ráðgjaf­ar þeirra séu kon­ur og kon­ur stjórni tveim­ur bank­anna.

Að sögn blaðamanns­ins, Rogers Boyes, leik­ur eng­inn vafi á því að kynja­bylt­ing sé haf­in á Íslandi. Hann hef­ur eft­ir viðmæl­end­um sín­um að rekja megi efna­hagskrepp­una til þess að of marg­ir karl­menn með yf­ir­drifna testó­sterón­fram­leiðslu hafi misst dómgreind­ina og tekið of mikla áhættu.

Frétt The Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert