Flest skíðasvæði landsins eru opin í dag, í Bláfjöllum og Skálafelli frá klukkan 10-17. Í Skálafelli og Bláfjöllum er um fjögurra stiga frost en 11 stiga frost er í Hlíðarfjalli við Akureyri. Í Skálafelli verður stólalyftan opin en það er í fyrsta skipti í vetur sem hægt er að opna hana. Í Tindastól, Oddskarði og Hlíðarfjalli eru skíðasvæðin opin til klukkan 16:00 en til klukkan 17:00 á Dalvík. Þar er nú 10 stiga frost.