Björn: Réttmæt ábending Davíðs

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason mbl.is/Frikki

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, seg­ir að Davíð Odds­son bendi rétti­lega á að bréf Jó­hönnu til seðlabanka­stjór­anna með lítt dul­bún­um hót­un­um sé eins­dæmi, ekki ein­göngu hér á landi, held­ur einnig um all­an hinn vest­ræna heim. Björn vís­ar á vef sín­um í þing­ræðu sem hann flutti í síðustu viku þar sem hann gagn­rýndi  for­sæt­is­ráðherra varðandi bréfa­send­ingu til banka­stjór­anna.

„Í ræðu á alþingi 4. fe­brú­ar gagn­rýndi ég þá aðferð, sem Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, hafði við að hóta seðlabanka­stjór­um upp­sögn með laga­setn­ing­ar­valdi, ef annað dygði ekki. Davíð Odds­son, formaður banka­stjórn­ar seðlabank­ans, sendi Jó­hönnu svar í dag og lýsti vanþókn­un á bréfi Jó­hönnu og aðferðinni við að koma því til viðtak­enda. Hann seg­ir rétti­lega:

„Bréf af þessu tagi með lítt dul­bún­um hót­un­um til emb­ætt­is­manna er eins­dæmi, ekki ein­göngu hér á landi, held­ur einnig um all­an hinn vest­ræna heim. Lög sem eiga að tryggja sjálf­stæði seðlabanka og forða póli­tískri aðför að seðlabanka­stjórn­inni hafa nú verið þver­brot­in. Ábyrgð ráðherr­ans er því mik­il.“

Davíð tel­ur bréfið brjóta „all­ar venj­ur um embætt­is­leg bréf af þessu tagi“ og það hljóti að hafa verið samið utan for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins. Hann tel­ur, að við af­sögn Björg­vins G. Sig­urðsson­ar hafi mönn­um orðið „á stjórn­sýslu­leg af­glöp, þegar brott­hlaup­inn ráðherra skildi Fjár­mála­eft­ir­litið eft­ir stjórn­laust.“

Þá seg­ir Davíð, að Jó­hanna hafi rangtúlkað af­sagn­ar­bréf Ingi­mund­ar Friðriks­son­ar, þegar hún hafi sagt hann leggja „fram­taki“ henn­ar lið. Í bréf­inu hafi Ingi­mund­ar „harmað ósann­gjarn­ar og órök­studd­ar dylgj­ur“´í bréfi Jó­hönnu og talið hana vega „ómak­lega að starfs­heiðri sín­um og æru!“

Í fyrr­nefndri þing­ræðu sagði ég:

„Ég minn­ist þess ekki, að hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra Jó­hanna Sig­urðardótt­ir hafi gert at­huga­semd­ir við ákv­arðanir Seðlabanka Íslands í pen­inga­mál­um, á meðan ég sat með henni í rík­is­stjórn.“

Sjá vef Björns Bjarna­son­ar 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert