Landráð af „gáleysi“ er yfirskrift borgarafundar sem haldinn verður í dag kl. 15 í Ketilhúsinu á Akureyri. Fundurinn er skipulagður af undirbúningsnefndum borgarafunda á Akureyri og í Reykjavík og munu nokkrir fulltrúar nefndarinnar að sunnan koma norður til að vera viðstödd fundinn. Fundarstjóri er Edward H. Huijbens.
Frummælendur á fundinum eru: Sigurjón Þórðarson líffræðingur, Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur og fyrrverandi lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, Andrés Magnúsdóttir, geðlæknir, og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur.
Að framsögum loknum taka frummælendur þátt í pallborði, en auk þeirra verða þar líka: Sigurður Kristinsson dósent í heimspeki og deildarforseti hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri, Atli Gíslason lögfræðingur og þingmaður Vinstri grænna, Vésteinn Gauti Hauksson fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna, Lilja Skaftadóttir og Arinbjörn Kúld frá nýstofnuðum landráðahópi og Ólafur Elíasson fulltrúi Indefence-hópsins.