Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lætur í ljósi mikil vonbrigði með bréf Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem birt var í dag.
Það er hans afstaða og verður hann að taka ábyrgð á henni.
Forsætisráðherra mun að öðru leyti ekki bregðast við einstökum atriðum sem fram koma í bréfi bankastjórans en vinna áfram að framgangi þess mikilvæga verkefnis að skapa frið um helstu stofnanir samfélagsins, ekki síst í þeim tilgangi að endurreisa að fullu traust á fjármálakerfinu. Er frumvarp það sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi og varðar endurskipulagningu á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands mikilvægt í því sambandi og brýnt að það fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og unnt er.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra