Jóhanna lýsir miklum vonbrigðum með bréf Davíðs

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hún læt­ur í ljósi mik­il von­brigði með bréf Davíðs Odds­son­ar seðlabanka­stjóra sem birt var í dag.

Það er hans afstaða og verður hann að taka ábyrgð á henni.

For­sæt­is­ráðherra mun að öðru leyti ekki bregðast við ein­stök­um atriðum sem fram koma í bréfi banka­stjór­ans en vinna áfram að fram­gangi þess mik­il­væga verk­efn­is að skapa frið um helstu stofn­an­ir sam­fé­lags­ins, ekki síst í þeim til­gangi að end­ur­reisa að fullu traust á fjár­mála­kerf­inu. Er frum­varp það sem rík­is­stjórn­in hef­ur lagt fram á Alþingi og varðar end­ur­skipu­lagn­ingu á stjórn­skipu­lagi Seðlabanka Íslands mik­il­vægt í því sam­bandi og brýnt að það fái eins skjóta af­greiðslu á Alþingi og unnt er.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert