Landssamband lögreglumanna segir að bílar, sem kannað var með hjá danska ríkislögreglustjóranum hvort hægt væri að fá að láni, séu hluti af staðalbúnaði lögreglu í hvaða landi sem er.
Bifreiðunum sé ætlað að veita lögreglumönnum skjól gegn árásum. „Sú staðreynd að slíkar bifreiðar skuli ekki vera til hér á landi lýsir hvorutveggja því rólyndisástandi sem betur fer hefur ríkt á Íslandi í gegnum aldir en einnig og á sama tíma metnaðarleysi fjárveitingavaldsins gagnvart lögreglu þessa lands og öryggi hvorutveggja borgara landsins og lögreglumanna," segir í yfirlýsingunni.