Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert

Í viðtali, sem birt­ist í mars­hefti tíma­rits­ins Condé Nast Port­folio, er haft eft­ir Dor­rit Mousssai­eff, for­setafrú, að hún hafi lengi varað við því að ís­lenska fjár­mála­kerfið kunni að hrynja. „Ég sagði þetta í hvert skipti sem banki var opnaður á und­an­förn­um árum," seg­ir Dor­rit.

Jos­hua Hammer, blaðamaður Port­folio, seg­ir að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti, hafi ít­rekað sagt við konu sína að hún gæti ekki viðhaft þessi og ýmis önn­ur um­mæli, sem birt­ast í viðtal­inu.

Blaðamaður­inn seg­ir, að tveim­ur dög­um eft­ir að viðtalið var tekið á Bessa­stöðum í des­em­ber hafi Dor­rit hringt í hann og sagt að hann geti notað allt sem hún hafi sagt þótt eig­inmaður henn­ar hafi viljað að það væri utan viðtals­ins.

Í viðtal­inu er m.a. fjallað um kvöld­verð, sem blaðamaður­inn átti með for­seta­hjón­un­um á Bessa­stöðum.  Þar er haft eft­ir Ólafi Ragn­ari, að Íslend­ing­ar muni án efa upp­lifa erfiða tíma á næstu árum og lík­lega muni þúsund­ir manna missa íbúðir sín­ar.

Þessu er Dor­rit ósam­mála. „Fyr­ir­gefðu, elsk­an, ég er ekki sam­mála þér. Eng­inn mun missa hús sín. Hvernig er hægt að missa hús í landi þar sem það eru tvisvar sinn­um fleiri hús en mann­eskj­ur."

„Dor­rit, þú get­ur ekki sagt þetta," seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar.

„En þeir geta ekki selt þessi hús... Ég er viss um, að það verða eng­ir Íslend­ing­ar heim­il­is­laus­ir. Það er al­ger­lega ljóst."

„Þú get­ur ekki sagt þetta. Þú get­ur bara ekki sagt þetta," seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar. Í blaðinu eru orðaskipti for­seta­hjón­anna síðan rak­in áfram.

Viðtalið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert