Gefur út rannsóknarkvóta í loðnu

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, gaf í dag út 15 þúsund tonna loðnu­kvóta til að efla leit og rann­sókn­ir á loðnu. Úthlut­un­in gild­ir á tíma­bil­inu 10. fe­brú­ar til 30. apríl 2009 og skal stjórn veiðanna og skipu­lag þeirra, unnið í sam­ráði við Hafró.

Þrátt fyr­ir um­fangs­mikla leit rann­sókn­ar­skipa sem og veiðiskipa hef­ur ekki enn tek­ist að mæla nægj­an­legt magn af loðnu til að unnt hafi verið að hefja veiðar á þess­ari vertíð.

Sam­kvæmt afla­reglu sem lengi hef­ur verið notuð í loðnu er miðað við að skilja eft­ir a.m.k. 400 þúsund tonn til hrygn­ing­ar ár hvert. Í nóv­em­ber og des­em­ber sl. mældi Árni Friðriks­son um 270 þúsund tonn af tveggja og þriggja ára loðnu (nú þriggja og fjög­urra ára) út af norðvest­an­verðu land­inu.

Í byrj­un árs sendu út­gerðirn­ar loðnu­skip með Árna til leit­ar og mæl­inga og voru skip­in búin sams­kon­ar tækja­búnaði og rann­sókna­skipið þannig að unnt var að nýta þau gögn sem þau söfnuðu til mæl­inga. Um 214 þúsund tonn af þriggja og fjög­urra ára loðnu mæld­ust í þess­ari at­rennu, aðallega út af norðaust­ur­land­inu. Árni Friðriks­son er nú um það bil að ljúka fjórðu at­rennu að mæl­ingu sem því miður gef­ur ekki nægj­an­lega góðar von­ir, en í þriðju at­renn­unni á norður leiðinni yfir aðal göngu­svæðið. Alls hafa nú mælst um 385.000 tonn.

„Óljóst er, eins og sak­ir standa, að nægj­an­legt magn loðnu finn­ist. Ekki þarf hins veg­ar að fjöl­yrða um þá miklu hags­muni sem í húfi eru fyr­ir þjóðarbúið í heild, út­gerðirn­ar, sveita­fé­lög­in og þá miklu at­vinnu­sköp­un sem veiðar og vinnsla loðnu skap­ar til sjós og lands. Því verður að gera allt sem í mann­legu valdi stend­ur til þess að ganga úr skugga um hvort nú sé fyr­ir hendi loðna á Íslands­miðum í veiðan­legu magni það er um­fram þau 400 þúsund tonn sem veiðiregla kveður á um,“ seg­ir í til­kynn­ingu sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur því nú ákveðið að heim­ila tak­markaðar loðnu­veiðar ís­lenskra skipa í rann­sókna­skyni. Í reglu­gerð ráðherra er kveðið á um að stjórn og skipu­lag veiðanna skuli fram­kvæmt und­ir stjórn og í nánu sam­starfi við Haf­rann­sókna­stofn­un­ina. Fram hef­ur komið að út­gerðar­menn og skip­stjór­ar loðnu­skip­anna eru vongóðir um að með því ná­ist að finna nægj­an­legt magn af loðnu þannig að unnt verði að gefa út afla­mark í loðnu.


Reglu­gerð um tak­markaðar loðnu­veiðar ís­lenskra skipa í rann­sókna­skyni á vetr­ar­vertíð 2009.
1. gr.
Uns annað er ákveðið eru all­ar loðnu­veiðar bannaðar í fisk­veiðiland­helgi Íslands. Þó er, til að efla leit og rann­sókn­ir á loðnu, leyfi­leg­ur há­marks­afli ís­lenskra loðnu­veiðiskipa í rann­sókn­ar­skyni ákveðinn 15.000 lest­ir á tíma­bil­inu 10. fe­brú­ar til 30. apríl 2009. Stjórn veiðanna og skipu­lag þeirra skal unnið í sam­ráði við Haf­rann­sókna­stofn­un­ina í því skyni að kanna ástand og út­breiðslu loðnu­stofns­ins. Þannig skulu allt að 4 veiðiskip vera við leit hverju sinni næstu 21 sól­ar­hringa frá gildis­töku þess­ar­ar reglu­gerðar. Leit­ar­skip skulu haga leit í sam­ráði við og eft­ir nán­ari fyr­ir­mæl­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar.

2. gr.
Aðeins skip­um sem hafa afla­mark í loðnu er heim­ilt að stunda loðnu­veiðar. Veiðar um­fram afla­mark í loðnu varða gjald­töku sam­kvæmt ákvæðum laga nr. 37/​1992, um sér­stakt gjald vegna ólög­legs sjáv­ar­afla.

3. gr.
Loðnu­afla skal landað og hann veg­inn í ís­lenskri höfn. Heim­ilt er þó með leyfi Fiski­stofu að landa loðnu til bræðslu og heilfrystri loðnu í höfn­um er­lend­is enda sé tryggt að eft­ir­lit með vigt­un afl­ans sé full­nægj­andi að mati Fiski­stofu. Jafn­framt er heim­ilt að fengnu leyfi Fiski­stofu að landa óvigtaðri loðnu um borð í vinnslu­skip og flutn­inga­skip, enda sé tryggt að skrán­ing og vigt­un afla sé full­nægj­andi að mati Fiski­stofu. Sækja skal um leyfi til lönd­un­ar loðnu utan ís­lenskra hafna til Fiski­stofu og skal skip­stjóri í um­sókn til­greina ná­kvæm­lega hvar hann hyggst landa afl­an­um og áætlað magn loðnu. Þegar að lönd­un lok­inni skal skip­stjóri veiðiskips senda Fiski­stofu end­an­leg­ar töl­ur um landaðan afla og afla­verðmæti, staðfest­ar af mót­tak­anda loðnunn­ar eða staðfest af­rit af vigt­arnótu, liggi það fyr­ir. Heim­ilt er að miðla afla úr nót­um á miðunum milli skipa sem hafa leyfi til loðnu­veiða í því skyni að koma í veg fyr­ir að loðnu sé sleppt dauðri úr nót­um. Fái veiðiskip svo stórt kast að skip­stjóri telji að ekki sé lest­ar­rými fyr­ir þann afla sem hann áætl­ar að sé í nót­inni og ekk­ert skip nærstatt til að miðla loðnu­afla til, skal heim­ilt áður en veru­lega er þrengt að loðnunni í nót­inni að sleppa niður lif­andi loðnu sem fyr­ir­sjá­an­lega rúm­ast ekki í lest­um skips­ins. Vinnslu­skip­um er ekki heim­ilt að sleppa niður loðnu til að sam­ræma afla vinnslu­getu. Um vigt­un á loðnu gilda að öðru leyti ákvæði reglu­gerðar nr. 224/​2006, um vigt­un og skrán­ingu sjáv­ar­afla, með síðari breyt­ing­um.

4. gr.
Aðeins er heim­ilt að stunda loðnu­veiðar með flot­vörpu inn­an svæðis sem af­mark­ast af lín­um sem dregn­ar eru milli eft­ir­greindra punkta:
1. 67° 11´ N – 14° 30´ V
2. 68° 00´ N – 14° 30´ V
3. 68° 00´ N – 10° 00´ V
4. 65° 15´ N – 10° 00´ V
5. 65° 15´ N – 11° 20´ V
6. 66° 05´ N – 11° 30´ V
7. 66° 15´ N – 12° 00´ V
8. 66° 12´ N – 12° 22´ V
9. 66° 40´ N – 12° 40´ V
10. 66° 47´ N – 13° 00´ V
11. 66° 52´ N – 13° 08´ V
12. 67° 11´ N – 14° 30´ V

Ráðuneytið get­ur tak­markað eða bannað loðnu­veiðar á ákveðnum svæðum í til­tek­inn tíma þyki ástæða til þess, m.a. vegna vernd­un­ar­sjón­ar­miða og til þess að stuðla að sem bestri hag­nýt­ingu loðnu­stofns­ins. Jafn­framt get­ur ráðherra ákveðið að aðeins stundi loðnu­veiðar í til­rauna­skyni ákveðinn fjöldi skipa í því skyni að kanna ástand loðnu­stofns­ins und­ir eft­ir­liti Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar.
Haf­rann­sókna­stofn­un­inni er heim­ilt að grípa til skyndi­lok­un­ar veiðisvæða, sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 79/​1997 um veiðar í fisk­veiðiland­helgi Íslands, fari hlut­fall loðnu, smærri en 14 cm, yfir 20%, miðað við fjölda. Stærð loðnu er mæld frá trjónu­oddi að sporðsenda.

5. gr.
Með mál sem rísa út af brot­um á reglu­gerð þess­ari skal farið að hætti op­in­berra mála og varða brot viður­lög­um sam­kvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ág­úst 2006, um stjórn fisk­veiða og laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fisk­veiðiland­helgi Íslands.

6. gr.
Reglu­gerð þessi er sett sam­kvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ág­úst 2006, um stjórn fisk­veiða og laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fisk­veiðiland­helgi Íslands, með síðari breyt­ing­um, til að öðlast þegar gildi og birt­ist til eft­ir­breytni öll­um þeim sem hlut eiga að máli.

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­inu, 9. fe­brú­ar 2009.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert