Hækka ekki skatta á árinu

Jóhanna Sigurðardóttir karpar við stjórnarandstöðuna á þingi í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir karpar við stjórnarandstöðuna á þingi í dag. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir fjarstæðu að hækka eigi skatta á fólkið í landinu á næstu misserum. Það eigi ekki að gera á þessu ári eins og áætlanir standi. Hins vegar geti það gerst á næstu árum að bæði þurfi að hækka skatta og minnka ríkisútgjöld. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um mögulegar skattahækkanir.

Jóhanna sagði þá að hún fullvissaði þingmanninn um að ekki yrði farin sú leið að hækka álögur á hina tekjulágu en létta þeim af tekjuháum. Hún sagðist ætla að standa við það að verja lífskjör meðaltekju- og lágtekjufólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert