Mótmæla aftur í fyrramálið

Liðsmenn Búsáhaldabyltingarinnar ætla að hittast aftur við Seðlabankann klukkan átta í fyrramálið til að koma í veg fyrir að seðlabankastjórarnir mæti til vinnu. Fólkið hefur hinsvegar yfirgefið bankann í dag.Þetta segir Hörður Torfason talsmaður Radda fólksins segir að mótmælt verði við bankann jafn oft og þörf krefji og hann hvetur fólk ennfremur til að fylgjast með umræðum um seðlabankafrumvarpið af þingpöllum síðdegis.

En það að er grunnt á því góða milli Ólafs Klemenssonar, hagfræðings hjá Seðlabankanum og mótmælenda Búsáhaldabyltingarinnar. Ólafur sakar mótmælanda um að hafa skemmt bifreið sína í morgun en mótmælandinn segir Ólaf hinsvegar hafa reynt að aka yfir sér. Þrátt fyrir þennan skoðanaágreining brá Ólafur sé í mat í hádeginu og fékk fylgd mótmælenda báðar leiðir. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert