Mótmælt við Seðlabankann

Einhver hópur fólks er samankominn við Seðlabanka Íslands en ætlunin er að varna bankastjórn Seðlabankans inngöngu í bankann. Tveir bankastjóra Seðlabankans, Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, hafa neitað að verða við beiðni forsætisráðherra um að segja af sér. Ingimundur Friðriksson ætlar hins vegar að láta af störfum.

Á mótmælafundi Radda fólksins á laugardag hvatti Hörður Torfason fólk til þess að mæta fyrir utan Seðlabankann klukkan 8 í morgun til þess að mótmæla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka