Norðurlöndin beri ábyrgð á loftrýmisgæslu við Ísland

Mirageþota, sem Frakkar notuðu við loftrýmisgæslu við Ísland á síðasta …
Mirageþota, sem Frakkar notuðu við loftrýmisgæslu við Ísland á síðasta ári. mynd/Baldur

Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, leggur til í skýrslu um utanríkis- og öryggismál, sem hann vann ásamt norrænum sérfræðingum, að Norðurlöndin axli ábyrgð á loftrýmisgæslu við Ísland. Skýrslan var lögð fram á fundi norrænu utanríkisráðherranna í Ósló í morgun.

Stoltenberg segir í skýrslu sinni, að Norðurlöndin geti til að byrja með sent fólk til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og tekið þátt í Northern Viking æfingunum, sem íslensk stjórnvöld skipuleggja með reglubundnum hætti.

Næsta skref gæti falist í því, að axla ábyrgð á loftrýmisgæslunni, sem NATO skipuleggur núna. Norrænt samstarf um þessa gæslu gæti þannig orðið fyrirmynd samstarfs aðildarríkja NATO og samstarfslanda.

Skýrsla Stoltenbergs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert