Ný stjórn LÍN skipuð

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra hefur skipað nýja fulltrúa menntamálaráðherra og fjármálaráðherra í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna til næstu tveggja ára. Er  Haraldur Guðni Eiðsson, formaður stjórnarinnar.

Varamaður Haraldar er Halldór Grönvold. Aðrir í stjórninnu eru Auður Lilja Erlingsdóttir, varaformaður, Varamaður hennar er Sæunn Stefánsdóttir, Finnur Friðriksson, varamaður hans er Silja Bára Ómarsdóttir og
Eyja Margrét Brynjarsdóttir en varamaður hennar er Sigurður Haraldsson.

Áfram sitja í stjórn lánasjóðsins: Bergur Sigurjónsson, tilnefndur af Stúdentaráði Háskóla Íslands, varamaður hans er Agnar Burgess, Ásgeir Þórarinn Ingvarsson, tilnefndur af Sambandi ísl. námsmanna erlendis,Varamaður hans er Hjördís Jónsdóttir, Rakel Lind Hauksdóttir, tilnefnd af Bandalagi ísl. námsmanna, varamaður hennar er Ása Dóra Finnbogadóttir, og Sindri Rafn Þrastarson, tilnefndur af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Varamaður hans er Sindri Snær Einarsson.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert