Nýr meirihluti á Blönduósi

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi. Jón Sigurðsson

Sex af sjö fulltrúum í bæjarstjórn Blönduóss undirrituðu í kvöld samning um myndun nýs meirihluta. Hann skipa þrír af fjórum fulltrúum E-lista, tveir fulltrúar D-lista og einn fulltrúi Á-lista, það er allir bæjarfulltrúarnir nema Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, sem hafði sagt skilið við E-listann.

Jóna Fanney, sem er eina konan í bæjarstjórninni, hafði sprengt meirihluta E-listans vegna deilu um laun núverandi bæjarstjóra, en hún segir þau mun hærri en þau laun sem hún hafði þegar hún var bæjarstjóri.

Valgarður Hilmarsson, fulltrúi E-lista, verður áfram forseti bæjarstjórnar. D-listi og Á listi fá eitt sæti hvor í bæjarráði og skipta með sér formennsku í ráðinu.

Valgarður sagði í samtali við mbl.is að Arnar Þór Sævarsson yrði áfram bæjarstjóri. Mikil samstaða hefði myndast innan bæjarstjórnarinnar við undirbúning fjárhagsáætlunar og niðurstaðan hefði því verið sú að allir listarnir þrír tækju höndum saman og mynduðu meirihluta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert