Sex manna meirihluti

Blönduós
Blönduós mbl.is/Jón Sigurðsson

Nýr meiri­hluti í bæj­ar­stjórn Blönduóss mun sam­an­standa af full­trú­um D-lista, Á-lista og þrem­ur full­trú­um E-lista, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Ekki náðist að leggja loka­hönd á mynd­un nýs meiri­hluta í gær­kvöldi en það mun lík­lega verða gert í dag. Ekki var ljóst í gær hvernig verka­skipt­ing milli list­anna þriggja verður, en það mun vænt­an­lega skýr­ast í dag.

Í bæj­ar­stjórn Blönduóss sitja sjö full­trú­ar og verður ný stjórn því skipuð öll­um bæj­ar­stjórn­ar­full­trú­um að Jónu Fann­eyju Friðriks­dótt­ur und­an­skil­inni. Sat hún í fjög­urra manna meiri­hluta E-lista og var bæj­ar­stjóri þar til Arn­ar Þór Ævars­son tók við embætt­inu 1. októ­ber 2007.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert