Nýr meirihluti í bæjarstjórn Blönduóss mun samanstanda af fulltrúum D-lista, Á-lista og þremur fulltrúum E-lista, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Ekki náðist að leggja lokahönd á myndun nýs meirihluta í gærkvöldi en það mun líklega verða gert í dag. Ekki var ljóst í gær hvernig verkaskipting milli listanna þriggja verður, en það mun væntanlega skýrast í dag.
Í bæjarstjórn Blönduóss sitja sjö fulltrúar og verður ný stjórn því skipuð öllum bæjarstjórnarfulltrúum að Jónu Fanneyju Friðriksdóttur undanskilinni. Sat hún í fjögurra manna meirihluta E-lista og var bæjarstjóri þar til Arnar Þór Ævarsson tók við embættinu 1. október 2007.