Starf bankastjóra auglýst

Bankaráð nýja Lands­bank­ans seg­ir, að aug­lýst verði eft­ir nýj­um banka­stjóra, eins fljótt og aðstæður leyfa og með hliðsjón af því hvenær efna­hags­reikn­ing­ur bank­ans ligg­ur fyr­ir. 

Bankaráðið hef­ur óskað eft­ir því við Ásmund Stef­áns­son hag­fræðing, formann ráðsins, að hann gegni stöðu banka­stjóra tíma­bundið frá og með næstu mánaðamót­um, þar til nýr banka­stjóri tek­ur til starfa.
 
Bæði for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra hafa gagn­rýnt þetta en í yf­ir­lýs­ingu frá bankaráðinu seg­ir, að þetta tryggi best sam­fellu í stjórn­un bank­ans, að mati ráðsins.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert