Bankaráð nýja Landsbankans segir, að auglýst verði eftir nýjum bankastjóra, eins fljótt og aðstæður leyfa og með hliðsjón af því hvenær efnahagsreikningur bankans liggur fyrir.
Bankaráðið hefur óskað eftir því við Ásmund Stefánsson hagfræðing, formann ráðsins, að hann gegni stöðu bankastjóra tímabundið frá og með næstu mánaðamótum, þar til nýr bankastjóri tekur til starfa.
Bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa gagnrýnt þetta en í yfirlýsingu frá bankaráðinu segir, að þetta tryggi best samfellu í stjórnun bankans, að mati ráðsins.