Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn

00:00
00:00

Sig­urður Kári Kristjáns­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir þjóðina búa við hæstu vexti í vest­ræn­um heimi, þúsund­ir séu at­vinnu­laus­ar og gengið sé hrunið. Hann sagði skelfi­leg­ar frétt­ir fyr­ir fólkið í land­inu ef það ætti að mæta þessu ástandi með skatta­hækk­un­um eins og margt benti til.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði at­hygl­is­vert að heyra þing­mann­inn lýsa af­leiðing­um af sautján ára valdatíð sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún sagði jafn­framt að skatt­ar yrðu ekki hækkaðir á þessu ári en úti­lokaði ekki að það þyrfti bæði að ráðast í skatta­hækk­an­ir og niður­skurð til að stand­ast áætl­un Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins fram til árs­ins 2012. Það sé hins­veg­ar fjar­stæða að það standi til að hækka skatta á fólkið í land­inu á næstu mánuðum.

Sig­urður Kári Kristjáns­son seg­ir ekki þýða neitt að reyna að klína ástandi efna­hags­mála á Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann spurði hvort Jó­hanna Sig­urðardótt­ir hefði ekki sjálf verið í síðustu rík­is­stjórn. Það veki hins­veg­ar furðu að rík­is­stjórn sem þyk­ist ætla að slá skjald­borg um fólkið í land­inu ætlaði í hinu orðinu að taka hluta af tekj­um þess og eyða þeim.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir svaraði því til að yrði skatt­ar hækkaðir síðar myndi nú­ver­andi rík­is­stjórn ekki láta þær koma ein­göngu við lág­launa- og milli­tekju­fólk og vernda auðmenn eins og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði jafn­an gert.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert