Veit ekki um erindi frá AGS

Sigurður Kári Kristinsson og Birgir Ármannsson hafa báðir komið með …
Sigurður Kári Kristinsson og Birgir Ármannsson hafa báðir komið með fyrirspurnir til ráðherra á þinginu í dag. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir sér ekki kunnugt um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi sent neinar athugasemdir, hvorki formlega né óformlega, við frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans.

Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Birgis Ármannssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag. Jóhanna sagðist hins vegar ekki vita hvort slíkt erindi hefði borist frá sjóðnum.

Þingmaðurinn beindi þá þeim tilmælum til forsætisráðherra að hafi slíkt erindi borist stjórnarráðinu verði viðeigandi þingnefnd, sem fjallar um frumvarpið í meðferð þingsins, látin vita af því og nefndarmenn látnir fá afrit af þeim. Jóhanna svaraði því til að það yrði vegið og metið í ráðuneytinu hvernig farið yrði með erindið, hefði það borist.

Uppskar hún þá nokkur hróp og köll frá stjórnarandstöðuþingmönnum í þingsal.

Ekki hafa fengist upplýsingar frá forsætisráðuneytinu um hvort erindi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi borist. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert