Vítahringur í peningamálum

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson.

Í skýrslu Jóns Daní­els­son­ar pró­fess­ors við London School of Economics og Gylfa Zoega, pró­fess­ors við Há­skóla Íslands, lýsa þeir sam­spili rík­is­fjár­mála og vaxtamun­ar­viðskipta á Íslandi á síðustu árum.

Vaxtamun­ar­viðskipti eru það þegar fjár­fest­ar sem fá fé að láni í lág­vaxta­lönd­um en festa það, t.d. með því að kaupa skulda­bréf, í há­vaxta­lönd­um eins og Íslandi, og hirða svo vaxtamun­inn. Afurð þessa eru m.a. svo­kölluð jökla­bréf. Hag­fræðing­arn­ir eru í raun að lýsa víta­hring hárra vaxta, vaxtamun­ar­viðskipta og er­lendr­ar lán­töku einka­geir­ans, sem stjórn­völd voru í síðustu árin.

Hinir háu stýri­vext­ir á Íslandi segja þeir Jón og Gylfi að hafi hvatt inn­lend fyr­ir­tæki og heim­ili til þess að taka lán í er­lendri mynt (á lág­um vöxt­um). Jafn­framt hafi þeir laðað að er­lenda aðila sem lögðu stund á vaxtamun­ar­viðskipti. Þetta hafi verið sér­stak­lega freist­andi fyr­ir þá, þar sem þeir vissu að fyr­ritæk­in og heim­il­in voru mjög skuld sett í er­lendri mynt. Sú skuld­astaða gerði Seðlabank­an­um mjög erfitt um vik að lækka vexti, vegna ótta við að geng­is­veik­ing myndi hækka skuld­ir einkaaðila og auka verðbólgu.

„Af­leiðing­in var mikið inn­flæði er­lends gjald­eyr­is og geng­is­styrk­ing sem villti Íslend­ing­um sýn svo þeir töldu sig auðugri en þeir voru í raun og verðlaunaði þá sem stunduðu vaxtamun­ar­viðskipti. Inn­flæði gjald­eyr­is örvaði jafn­framt hag­vöxt og verðhækk­un hús­næðis, sem leiddi svo aft­ur til þess að Seðlabank­inn sá sig knú­inn til að hækka vexti frek­ar sem sann­færði fjár­festa um að vaxtamun­ar­viðskipti yrðu áfram arðsöm. Heild­ar­upp­hæð inn­flæðis fjár­magns sem fylgdi í kjöl­farið er ekki þekkt en virðist hafa numið meira en 50% af vergri lands­fram­leiðslu. Það verður ekki séð hvers vegna þetta vakti ekki áhyggj­ur yf­ir­valda,“ stend­ur í skýrsl­unni.

Í ofanálag hafi rík­is­fjár­mál­in á síðustu árum aukið á þensl­una, enda hafi rík­is­stjórn­in lækkað skatta og aukið út­gjöld þrátt fyr­ir verðbólguþrýst­ing og viðskipta­halla við út­lönd. „Þessi blanda af pen­inga- og rík­is­fjár­mála­stefnu gaf fjár­fest­um frek­ari ástæðu til að vænta hárra vaxta og sterks geng­is í framtíðinni, sem rétt­lætti þá frek­ari vaxtamun­ar­viðskipti og er­lend­ar lán­tök­ur til að fjár­magna fjár­fest­ingu og neyslu.“

Gylfi Zoega
Gylfi Zoega
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert