12% dýrara að fara í Herjólf

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur mbl.is

Fargjöld með ferjunni Herjólfi munu hækka munu hækka um 12% frá og með 16. febrúar næstkomandi. Þetta hefur orðið að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og Eimskipa. Í dag voru bókuð mótmæli gegn þessari hækkun í bæjarráði Vestmanneyjabæjar.

„Fyrir liggur að ferjuvísitala hefur hækkað um 22,54% og vegur þar mest hækkun á launavísitölu og olíu. Bæjarráð mótmælir boðaðri hækkun og hvetur samgönguráðherra til að gæta að jöfnuði milli búsetusvæða, hvað varðar aðgengi og gjaldtöku fyrir notkun á þjóðvegum landsins,“ segir í bókun bæjarráðs.

Kristján Möller samgönguráðherra er nú staddur í Vestmannaeyjum á opnum fundi í Alþýðuhúsinu. Þar má búast við því að hækkun fargjalda Herjólfs verði ræddar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert