Eigendur skartgripaverslunarinnar Aurum ehf. Bankastræti 4, vilja koma því á framfæri að engin eignatengsl séu á milli fyrirtækisins og Aurum Holding sem er í eigu Baugs í Bretlandi.
„Undanfarna daga hefur borið á þeim misskilningi að fyrirtækið okkar, Aurum ehf. Bankastræti 4, sé ruglað saman við Aurum Holding í eigu Baugs í London.
Við viljum koma því á framfæri að engin eignatengsl eru á milli Baugs og Aurum ehf. Bankastræti 4.
Aurum ehf. er íslenskt fyrirtæki og var stofnað fyrir 10 árum af Karli Jóhanni Jóhannssyni og Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur skartgripahönnuði og er 100% í eigu þeirra," að því er segir í tilkynningu.