Birgir Ármannsson aflétti leynd

Embættismenn úr Forsætisráðuneytinu sögðu viðskiptanefnd frá því í morgun að athugasemdir  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við frumvarp um Seðlabanka væru bundnar trúnaði og staðfestu að forsætisráðherra hefði ekki fengið upplýsingar um þær fyrr en í gær.

Sjálfstæðismenn krefjast þess að þingið fái athugasemdirnar enda sé eðlilegt að þær séu ræddar þar sem frumvarpið sé til meðferðar.  Forsætisráðherra hefur sagt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aflétti ekki slíkum trúnaði samkvæmt hefð en leitað hefði verið efir formlegri umsögn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrir þingið. Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði hvaða leynipukur væri á ferðinni. Hvað það væri í bréfinu, sem gerði það að verkum að menn reyndu að sveipa það einhverjum leyndarhjúp.

Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði málið allt hið undarlegasta , rakti það síðan til Seðlabankans og taldi víst að bankinn hefði sjálfur óskað eftir þessum athugasemdum og fengið svar um leið og Forsætisráðuneytið.

Bigir Ármannsson sagði þetta hreinar getgátur og það væri athyglisvert hvað málið kæmi við viðkvæman streng. Það gripi einhver taugaveiklun um sig þegar málið væri til umræðu. Hann vissi ekki sjálfur hvað væri í þessum gögnum en í ljósi þessa teldi hann fulla ástæðu til að aflétta þeim.

Álfheiður Ingadóttir sagði að ný stjórnvöld myndu beita sér að öllu afli til að aflétta þeim leyndarhjúp sem hefði umlukið stjórnarathafnir Sjálfstæðisflokksins í átján ár. Hún sagðist fagna liðsstyrk frá Sjálfstæðismönnum og skoraði á Birgi Ármannsson að ríða á vaðið og upplýsa hvaðan hann fékk upplýsingar um bréf til Forsætisráðuneytisins sem forsætisráðherra var ekki kunnugt um sjálfum. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka