Birgir upplýsi hvar hann frétti af tölvupósti

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Þing­menn hafa í upp­hafi þing­fund­ar í dag rætt um tölvu­póst, sem for­sæt­is­ráðuneytið fékk frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum um Seðlabankafrum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjá­fl­stæðis­flokks­ins, spurði hvort at­huga­semd­ir gjald­eyr­is­sjóðsins við frum­varpið yrðu gerðar op­in­ber­ar. Sagði Birg­ir að á fundi viðskipta­nefnd­ar þings­ins í morg­un hefði komið fram hjá emb­ætt­is­mönn­um for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, að um væri að ræða trúnaðar­upp­lýs­ing­ar sam­kvæmt ósk gjald­eyr­is­sjóðsins en það væri óskilj­an­legt að leynd hvíldi yfir þess­um hlut­um.

Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður VG og formaður viðskipta­nefnd­ar, sagði að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, hefði óskað eft­ir form­legri um­sögn sjóðsins um Seðlabankafrum­varpið og sú um­sókn yrði send viðskipta­nefnd um leið og hún bær­ist.

Sagði Álf­heiður, að frá­far­andi rík­is­stjórn hefði brotið niður traust með því að halda upp­lýs­ing­um leynd­um, þar á meðal upp­lýs­ing­um frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Í ljósi þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vildi nú að all­ar upp­lýs­ing­ar væru upp á borðinu, sagðist hún skora á Birgi að upp­lýsa hvernig hann fékk vitn­eskju um tölvu­póst Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins áður en for­sæt­is­ráðherra frétti af hon­um.

En Birg­ir spurðist á Alþingi í gær fyr­ir um bréf Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og þá sagðist Jó­hanna Sig­urðardótt­ir ekki hafa um það vitn­eskju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert