Bubbi mótmælir við Seðlabankann

Bubbi Morthens og Egó við Seðlabankann í morgun
Bubbi Morthens og Egó við Seðlabankann í morgun mbl.is/Kristinn

Bubbi Morthens og hljómsveitin Egó eru með mótmælatónleika fyrir utan Seðlabanka Íslands en um 50-60 mótmælendur eru samankomnir fyrir utan bankann og krefjast afsagnar Davíðs Oddssonar og Eiríks Guðnasonar, seðlabankastjóra.

Ingimundur Friðriksson er eini seðlabankastjórinn sem hefur orðið við tilmælum Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að láta af störfum.

Tæplega eitt hundrað mótmælendur voru við Seðlabankann í gærmorgun og ætluðu þeir að varna þeim Davíð og Eiríki inngöngu.

Mótmælt við Seðlabankann í morgun
Mótmælt við Seðlabankann í morgun Mbl.is/ Kristinn
Mótmæli í morgun
Mótmæli í morgun mbl.is/Kristinn
Við Seðlabankann í morgun
Við Seðlabankann í morgun Mbl.is/ Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert