Bubbi Morthens slóst í hóp mótmælenda við Seðlabankann í morgun og rokkaði ásamt hljómsveitinni Egó af vörubílspalli. Davíð Oddsson seðlabankastjóri skaut mótmælendum ref fyrir rass og var mættur á undan þeim í bankann. Bubbi Morthens ákallaði starfsfólk Seðlabankans og bað það að slást í lið með mótmælendum. Sjá MBL sjónvarp.