Ekki stórmál, segir Jóhanna

Birgir Ármannsson spurði forsætisráðherra á Alþingi í gær hvort hún hefði fengið bréf, eða athugasemdir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna seðlabankafrumvarpsins. Jóhanna Sigurðardóttir svaraði því til að hún vissi ekki til þess. Seinna kom á daginn að athugasemdir höfðu borist um helgina.

Jóhanna sagðist í dag ekki telja það stórmál að henni hafi ekki borist bréfið fyrr en síðdegis í gær. Hún hafi verið önnum kafin í ýmsu öðru.

Hún var spurð á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu hvort málið væri hluti af stríði Seðlabankans og stjórnvalda og hvort Seðlabankanum hefðu borist upplýsingar um umsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á sama tíma. Hún sagði bankann þurfa að svara fyrir sig.

Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka