Hlini óskar eftir 2. sæti í SV

Hlini Melsteð Jóngeirsson
Hlini Melsteð Jóngeirsson

Hlini Melsteð Jóngeirsson hefur tilkynnt um framboð sitt til annars sætis á lista Framsóknarflokksins í suðvesturkjördæmi.

„Undanfarin ár hef ég unnið mikið í grasrótarstarfi flokksins, sem formaður félags ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði og sem ritstjóri Sambands ungra framsóknarmanna ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn SUF og miðstjórn Framsóknarflokksins.

Ég er 28 ára gamall, fæddur í Gautaborg í Svíþjóð en uppalinn í Hafnarfirði og bý þar í dag. Ég er trúlofaður Ástu Möller Sívertsen og við eigum saman eitt barn. Ég á einnig tvö börn úr fyrri samböndum.

Ég legg mikla áherslu á að ungt fólk komist að í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Það er unga fólkið sem verður að skapa sín eigin tækifæri og atvinnuvegi eftir hrunið. Framundan eru gríðarleg sóknarfæri og ég er þess fullviss að þau verði nýtt vel af nýju fólki. Íslenska þjóðin mun koma sterkari og samhentari út úr þeim samdrætti sem framundan er.

Ég er bjartsýnn á framtíðina og en tel ríka þörf á að standa þurfi vörð um það velferðarríki sem Ísland er. Þá sérstaklega þarf að huga að því að ríkið komi móts við sveitarfélögin með því að bjóða grunnskólabörnum eina fría máltíð á dag. Einnig er brýnt að athuga að efsta stig leikskóla verði gjaldfrjálst, þar sem það stig er mikilvægt í undirbúningi barnsins fyrir grunnskóla. En mikil hætta er að börnum sé haldið heima í sparnaðarskyni og missa því af þessum undirbúningi,“ segir í tilkynningu Hlina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert