Íslendingar á leið til Kanada

Íslenskar rætur má víða sjá í Manitoba.
Íslenskar rætur má víða sjá í Manitoba. Kristinn Ingvarsson

Vinnu­málaráðherra Manitoba­fylk­is í Kan­ada, Nancy Allen, sendi í síðustu viku bréf til nýrr­ar rík­is­stjórn­ar á Íslandi þar sem hún bauðst til að aðstoða Íslend­inga við að fá vinnu þar í landi.

Þetta kem­ur fram í frétt á kanadíska frétt­vefn­um CBC. Seg­ir að Allen bjóði Íslend­ing­um flýtimeðferð við af­greiðslu at­vinnu­leyfa, enda geti Manitoba ekki tapað á því. „ Þarna höf­um við tæki­færi til að út­vega vinnu­veit­end­um hæft vinnu­afl sem þeir þurfa á að halda til að fylla í laus störf.“

Hug­mynd­in er að yf­ir­völd á Íslandi myndu taka hugs­an­lega starfs­menn í for­viðtöl fyr­ir at­vinnu­veit­end­ur í Manitoba, sem einnig myndu þurfa að fara í gegn um ákveðið for­val. Eft­ir að hafa unnið a.m.k í sex mánuði í fylk­inu gætu Íslend­ing­arn­ir svo sótt um var­an­legt bú­setu­leyfi.

Í frétt­inni er bent á að í Manitoba sé nú þegar stærsta sam­fé­lag fólks af ís­lensk­um upp­runa utan Íslands.

M.a. er rætt við ís­lensk­an arki­tekt, Jón Ólafs­son, sem rek­ur eig­in stofu og hef­ur þurft að segja upp fjölda starfs­fólks að und­an­förnu. Hann sá fram á erfiðleika við að borga af lán­um fyr­ir­tæk­is­ins og laun­um og ákvað þá, ásamt tveim­ur starfs­fé­lög­um sín­um að fara til Manitoba í síðasta mánuði til að leita að vinnu. Hann seg­ir aðstæður þar bjóða upp á góð tæki­færi fyr­ir Íslenska arki­tekta.

Rætt er við fleiri Íslend­inga í grein­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert