Íslendingar á leið til Kanada

Íslenskar rætur má víða sjá í Manitoba.
Íslenskar rætur má víða sjá í Manitoba. Kristinn Ingvarsson

Vinnumálaráðherra Manitobafylkis í Kanada, Nancy Allen, sendi í síðustu viku bréf til nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi þar sem hún bauðst til að aðstoða Íslendinga við að fá vinnu þar í landi.

Þetta kemur fram í frétt á kanadíska fréttvefnum CBC. Segir að Allen bjóði Íslendingum flýtimeðferð við afgreiðslu atvinnuleyfa, enda geti Manitoba ekki tapað á því. „ Þarna höfum við tækifæri til að útvega vinnuveitendum hæft vinnuafl sem þeir þurfa á að halda til að fylla í laus störf.“

Hugmyndin er að yfirvöld á Íslandi myndu taka hugsanlega starfsmenn í forviðtöl fyrir atvinnuveitendur í Manitoba, sem einnig myndu þurfa að fara í gegn um ákveðið forval. Eftir að hafa unnið a.m.k í sex mánuði í fylkinu gætu Íslendingarnir svo sótt um varanlegt búsetuleyfi.

Í fréttinni er bent á að í Manitoba sé nú þegar stærsta samfélag fólks af íslenskum uppruna utan Íslands.

M.a. er rætt við íslenskan arkitekt, Jón Ólafsson, sem rekur eigin stofu og hefur þurft að segja upp fjölda starfsfólks að undanförnu. Hann sá fram á erfiðleika við að borga af lánum fyrirtækisins og launum og ákvað þá, ásamt tveimur starfsfélögum sínum að fara til Manitoba í síðasta mánuði til að leita að vinnu. Hann segir aðstæður þar bjóða upp á góð tækifæri fyrir Íslenska arkitekta.

Rætt er við fleiri Íslendinga í greininni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert