Kaupþing hefur tekið yfir rekstur Heklu

Hekla.
Hekla.

Hjörleifur Jakobsson, stjórnarformaður Heklu, segir að Kaupþing hafi tekið yfir rekstur Heklu og að búið sé að ganga frá samkomulagi við bankann um málið. 

Eigendur munu hins vegar halda áfram rekstri Öskju og Árfell-Kia. 

Hjörleifur bendir á að rekstur fyrirtækisins hafi gengið ágætlega árin 2006 og 2007. Í fyrra hafi menn hins vegar lent á vegg, þá hafi orðið um 95% samdráttur í bifreiðasölu. „Menn voru búnir að ganga frá samkomulagi um framtíðartilhögun fjárhagsins í lok september. Síðan féllu bankarnir í byrjun október og þá voru forsendur samkomulagsins í raun og veru ekki til staðar lengur,“ segir Hjörleifur í samtali við mbl.is. 

Hekla var stofnuð árið 1933 af Sigfúsi Bjarnasyni. Höfuðstöðvar Heklu eru í 12.500 fermetra byggingu við Laugaveginn í Reykjavík en sú bygging hýsir einnig starfsemi bílasviðs fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert